Fiskmarkaður Vestfjarða semur við iTUB ehf

March 5, 2021

Fiskmarkaður Vestfjarða hefur gert samstarfssamning við keraleigufyrirtækið iTUB ehf um að iTUB sjái fiskmarkaðnum og þeirra viðskiptavinum fyrir kerum fyrir landaðan afla sem lagður er upp til fiskmarkaðarins á Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri.

Fiskmarkaður Vestfjarða er með aðsetur í Bolungarvík en selur einnig fisk frá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Stærstur hluti af þeim afla sem seldur er frá Fiskmarkaði Vestfjarða er línu veiddur fiskur. Fiskmarkaður Vestfjarða selur 12.000 – 14.000 tonn á ári og boðinn er upp fiskur alla uppboðsdaga ársins.

iTUB er keraleigufyrirtæki sem er með skrifstofur í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Félagið varð tíu ára í febrúar 2020 en hefur verið á Íslandsmarkaði síðan 2014. iTUB býður eingöngu upp á ker með PE einangrun, sem þykir henta mun betur í leigufyrirkomulag sökum styrks og endingar, auk þess sem PE ker eru að fullu endurvinnanleg.

Það var einkum það hversu vel PE ker halda þyngd sinni sem varð til þess að Fiskmarkaður Vestfjarða sá hag í því að skipta yfir í iTUB. Rétt vigtun afla upp úr sjó á hafnarvigt er lykillinn að því að viðskipti seljanda og kaupanda séu rétt, en allir hlutaðeigandi þurfa að geta treyst því að vigt umbúða sé sem stöðugust til að afli sér rétt vigtaður.

„En það sem okkur líkar einnig við nálgunina hjá iTUB á keramálum almennt er ekki síst umhverfishlutinn. ITUB hefur myndað sér heildstæða stefnu hvað varðar endurnýtingu og endurvinnslu og Fiskarkaður Vestfjarða fær til að mynda til sín nokkur fyrstu kerin sem framleidd eru hjá Sæplasti á Dalvík úr endurunnum eldri kerum. Þetta er til marks um mikinn metnað iTUB hvað umhverfismál varðar og við verðum öll að taka ábyrgð á okkar hluta af keðjunni“, segir Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestfjarða.

„Við hjá iTUB erum mjög spennt fyrir samstarfinu. Fiskmarkaður Vestfjarða er einn stærsti fiskmarkaðurinn á Íslandi og þetta er mikil áskorun fyrir okkur en þó liður í stefnu okkar að bjóða bestu og öruggustu kerin á markaðnum fyrir sjávarútveg í Norður Atlantshafi, hvað varðar öryggi notenda, matvæla og hvað varðar endurnýtingu og ekki síst endurvinnslu“, segir Hilmir Svavarsson, framkvæmdastjóri iTUB. „Framsýni stjórnenda Fiskmarkaðs Vestfjarða hvað þessi mál varðar er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni.“

Mynd: Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestfjarða og Einar Hannesson, sölustjóri iTUB á Íslandi handsala samninginn.

Share this news
Facebook
LinkedIn

Other news

bragi

New tubs made with renewable energy

Our commercial fishing tubs are crafted at Saeplast’s facility in Dalvik, Iceland, marking a pivotal advancement in sustainable manufacturing. Saeplast has revolutionized the industry by

Read now »
bragi

LCA study favors reusable tubs

We’re thrilled to share that iTUB has contributed to groundbreaking academic research, highlighting our commitment to sustainability. This Life Cycle Assessment (LCA) study reveals that

Read now »
bragi

Saeplast

In a quaint coastal town nestled amidst the breathtaking landscapes of Dalvik, Iceland, lies the heart of a remarkable endeavor – Saeplast. This unassuming company

Read now »
bragi

Durability

This is what durability looks like! Since 2010, we have used PE tubs from Saeplast that are both strong and durable. Fast forward 12 years, and our

Read now »
bragi

Landfill Free Company

We’re thrilled to share a milestone in our commitment to a greener planet! At iTUB, we have achieved the incredible feat of becoming a LANDFILL-FREE

Read now »