iTUB og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar í samstarf

January 25, 2022

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur gert samstarfssamning við keraleigufyrirtækið iTUB ehf um að iTUB sjái fiskmarkaðnum og þeirra viðskiptavinum fyrir kerum fyrir landaðan afla sem lagður er upp til fiskmarkaðarins á Snæfellsnesi.

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2015 í Ólafsvík en selur einnig fisk frá Grundarfirði, Tálknafirði, Sauðárkrók og Akranesi. Uppistaða selds afla er af Línu, Dragnót og Troll en seld eru um 15.000-19.000 þúsund tonn árlega. Afli er seldur í gegnum uppboðskerfi RSF alla uppboðsdaga ársins.

iTUB er keraleigufyrirtæki sem er með skrifstofur í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Félagið varð tíu ára í febrúar 2020 en hefur verið á Íslandsmarkaði síðan 2014. iTUB býður eingöngu upp á ker með PE einangrun, sem þykja henta mun betur í leigufyrirkomulag sökum styrks og endingar, auk þess sem PE ker eru að fullu endurvinnanleg. Meðal viðskiptavina iTUB er mörg af stærstu fyrirtækjum í sjávarútvegi við Norður Atlantshaf.

„iTUB menn eru þekktir fyrir góða þjónustu og kerin sem þeir bjóða upp á eru með þeim bestu á markaðnum hvað varðar styrk og áreiðanleika. Þyngd keranna er stöðug óháð aldri, það tryggir rétta vigtun á aflanum sem ætti að vera grundvallaratriði í öllum fiskviðskiptum. Öryggi við alla meðhöndlun er gríðalega mikilvægt fyrir okkar viðskiptarvini. Við sjáum fram á góða vertíð og hlökkum til samstarfsins“, segir Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar.

„Við höfum verið að byggja upp okkar viðskipti á Íslandi síðustu ár og við erum mjög ánægðir með að fá tækifæri á að bjóða útgerðum og fiskvinnslum á Vesturlandi og víðar upp á okkar þjónustu í gegnum fiskmarkað Snæfellsbæjar. Kerin frá Sæplast hafa margsannað sig í þessum kröfuharða iðnaði og PE kerin eru þau bestu í þessi verkefni, aðallega vegna styrks og öryggis, sem og stöðugleika í vigtun, en ekki síst vegna þeirra eiginleika að þau eru auðveld í endurvinnslu. Þau eru því ákjósanlegur kostur þegar kemur að umhverfisumræðunni allri, enda hefur iTUB myndað sér skýra stefnu hvað það varðar. En við hlökkum til að vera í hringiðunni á vertíð á Breiðafirði og erum vissir um að samstarfið við fiskmarkaðinn verður farsælt!“, segir Hilmir Svavarsson, framkvæmdastjóri iTUB.

Share this news
Facebook
LinkedIn

Other news

bragi

Why we use PE tubs

Choosing the right type of fishing tubs for commercial fishing operations is an important decision that can impact the efficiency, safety, and overall success of

Read now »
bragi

iTUB on YouTube

When iTUB was launched back in 2010, a decision was made to only invest in polyethylene PE plastic tubs that are fully 100% recyclable. Now,

Read now »
bragi

Single-use versus multiuse

Our business model is based on the principles of the circular economy where multiuse systems are generally preferred over singular or single-use systems. The circular

Read now »
bragi

Net Zero

Our mission to become a net-zero emission company is an ambitious goal that requires a comprehensive strategy and commitment to sustainability. Here are several ways

Read now »
bragi

The benefits of pooling

The European Green Deal initiative aims to boost the efficient use of resources by moving to a clean and circular economy. In 2020, the Green

Read now »